RFV - Hausmynd

RFV

Hvernig fór ég að þessu?

Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að það geta allir tekið stórkostlegar myndir á hvaða myndavél sem er. 

Ég geng meir að segja svo langt að segja: "Ef þú lætur 10 apa fá 10 einnota myndavélar með 36 mynda filmum, er næstum öruggt að a.m.k. einn apinn mun taka eina stórkostlega mynd.  Hinar 359 myndirnar verða líklegast algert rusl."

Eftir því sem færnin á myndavélarnar eykst og tækjabúnaðurinn batnar aukast vissulega líkurnar á góðum myndum og þeir allra bestu geta náð mjög góðum myndum því sem næst í hvert skipti.

Sjálfur er ég mitt á milli.

Ég tel að ég kunni þokkalega vel til verka og tek að eigin sögn margar mjög góðar myndir.  Reyndar tek ég fullt af slæmum myndum líka en ég er ekki að sýna þær af augljósum ástæðum.

Fyrir nokkrum árum var ég á göngu um miðborg Birmingham.  Þegar ég gekk yfir brú ákvað ég að smella af einni mynd. 

Þegar ég kom heim á hótel stakk ég myndavélinni í samband við tölvuna og fór að skoða afraksturinn.

Þegar ég kom að myndinni sem ég tók á leiðinni yfir brúnna gat ég ekki annað en horft á myndina og spurt sjálfan mig spurningarinnar sem ég spyr enn í dag.

Hvernig fór ég að þessu?

c_documents_and_settings_ragnar_my_documents_net_birmingham_dscf0047a_13193.jpg
Hvernig ég fór að því að taka þessa mynd?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Reyndar er ég algerlega ósamála þér. Eftir að hafa tekið myndir í 40 ár frá 12 ára aldri starfað sem ljósmyndari og kennt ljósmyndun og leiðbeint miklum fjölda fólks kemur mér sífellt á óvart hve margir eru tilbúnir til að gera lítið úr snjöllum ljósmyndurum og gildi snjallra ljósmynda. Mögulega vegna þess að myndatakan sjálf gerist á broti úr sekúndu. Óteljandi marga hef ég séð taka að sér fyrir félagasamtök eða í öðrum tilgangi að annast myndtökur - séð þá taka hundruð eða þúsundir mynda en komast algerlega hjá því að taka góðar myndir.

Aðra hef ég séð hafa auga frá upphafi en þeim gagnast best bæði þjálfun og tæknileg þekking til að nýta gott auga fyrir rammanum og augnablikinu, og þekking á úrvinnslu og eftirstillingum.

Helgi Jóhann Hauksson, 27.3.2009 kl. 14:42

2 Smámynd: Ragnar F. Valsson

Til að forðast allan misskilning þá er ég alls ekki að halda því fram að kunnátta skipti engu máli þegar kemur að myndatöku.  Kunnátta skiptir mjög miklu máli.

Innihaldið í greininni hér að ofan gengur út á að Það geta allir verið heppnir og náð einni góðri mynd. 

Eftir því sem kunnáttan er meiri þá hættir það að vera heppni að ná góðri mynd.

Ragnar F. Valsson, 27.3.2009 kl. 15:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband