RFV - Hausmynd

RFV

Það sást skip á sjó

Þegar eitthvað sem ekki sést daglega birtist, virðast allir þurfa að fara út og taka myndir af því.

Þýska skólaskipið Groch Fock varpaði akkeri í sjóinn við Laugarnestangann og fjaran varð snögglega þéttskipuð af myndasmiðum af öllum stærðum og gerðum.  Allt frá tónlistarhúsinu að dælustöðinni við Skarfagarða.

Skipverjarnir á skipinu hafa líklegast skemmt sér vel við að fylgjast með öllu  fólkinu því þeir sungu svo glatt að það heyrðist í þeim alveg upp á land.

En hvað er það sem veldur því að allir þurfa að taka myndir af sama hlutnum?

Á meðan þið veltið því fyrir ykkur getið þið skoðað eina af fimmtíu myndum sem ég tók af þrímastra skútunni.

IMG_1315

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll A. Þorgeirsson

Það er eitthvað mikið heillandi við þessi skip.

Gaf mér tíma fyrir myndirnar þínar, þú hefur greinilega góða tilfinningu fyrir þessu.

Páll A. Þorgeirsson, 26.3.2009 kl. 09:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband