Laugardagur, 21. mars 2009
Hestar
Það eru mörg ár síðan ég fór síðast á hestbak.
Hestamennskan hjá mér byrjaði á hestanámskeiði á Þúfu fyrir rúmum 20 árum.
Þar lærði ég að sitja hest á feti, brokki, tölti og stökki.
Ég var í viku og komst í gegnum síðasta daginn án þess að detta af baki.
Síðan þá ef ég getað nýtt mér kunnáttuna í gangtegundum og lært að hanga á baki á skeiði.
Ég hef líka dottið af baki og hestur dottið á bakið á mér. Bæði ég og hestur sluppum óskaddaðir.
Þessir hestar tengjast lýsingunum að ofan ekki á neinn hátt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.