Miðvikudagur, 11. mars 2009
Á sjó
Nú styttist í að sjóstangaveiðimótavertíðin byrji.
Ég er byrjaður að skoða græjurnar og sjá hvort allt sé í lagi. Stöngin, hjólið, sökkur og krókar.
Í fyrra fór ég þrisvar og veiddi mis vel.
Á Siglufirði fékk ég verðlaun fyrir stærsta marhnútinn. Hann var tröllvaxin. Ástæðan fyrir því að það er engin mynd af honum er sú að hann var svo stór og ljótur að flestir yrðu hræddir við það eitt að sjá hann.
Á Patreksfirði veiddi ég og fleiri svo mikið að bátarnir rétt náðu að bera aflann í land. Sjálfur veiddi ég 1111 kg af þorski og 11kg af ufsa. Á venjulegu móti hefði ég sigrað með yfirburðum. Í það skipti dugði það til að ég næði 12. sæti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.