Föstudagur, 27. febrúar 2009
Turn til sölu
Árið 1925 fékk tékkinn Victor Lustig þá stórsnjöllu hugmynd að selja Eifel turninn í París.
Turninn var þreytulegur í útliti. Löngu kominn tími á að mála hann og mörgum var farið að þykja hann ljótur vegna þess.
Victor ákvað að boða sex brotajárnssala á fund þar sem hann tilkynnti þeim að nú ætti að rífa turninn og ákveðið hafi verið að bjóða þeim að kaupa brotajárnið sem kæmi af því. Allir stukku þeir fegnir á tilboðið enda mikið magn af járni fyrir gott verð.
Þeir máttu samt ekki tala um þetta því þetta yrði að fara með leynd þangað til turninn yrði rifinn og þeir tæku hann í burtu.
Þeim var sagt að mæta snemma morguns skipta turninum á milli sín.
Þegar þeir mættu til að sækja turninn sinn komust þeir að því að það stóð ekki til að rífa turninn og að það hafi greinilega verið svindlað á þeim.
En til að halda andliti ákváðu þeir að segja ekki nokkrum manni frá þessu.
Þetta tókst svo vel hjá Victor að hann ákvað að gera aðra tilraun til að selja turninn mánuði síðar á sama hátt. Bjóða öðrum sex brotajárnssölum að kaupa turninn á góðu verði.
Hann komst ekki upp með það því áður en hann náði að ganga frá viðskiptunum fór einn brotajárnssalinn til lögreglunnar.
Victor slapp undan þeim.
Ef turninn hefði í alvörunni verið seldur hefði mér þótt eitthvað vanta á þessa mynd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.