Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Drotningarhliðin
Í Pétursborg var búið að breyta gömlum landbúnaðarafurðamarkaði í stórglæsilega verslunarmiðstöð.
Glæsileg framhlið sem snéri út að aðalgötunni.
Ég villtist á bak við húsið.
Þar fór ekki á milli mála að húsið var gamalt og eftir að mála bakhliðina.
Þeir hafa líklegast tekið Akureyringa til fyrirmyndar.
Fyrir mörgum árum kom Margrét Þórhildur Danadrottning til Akureyrar.
Mörg húsanna sem hún þurfti að keyra framhjá á leiðinni frá flugvellinum voru orðin ansi ljót og löngu kominn tími til að mála.
Málið var leyst þannig að öll húsin voru máluð.
Bara sú hlið sem snéri að drottningunni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.