Föstudagur, 17. október 2008
Friðar(tjald)súlur
Rétt fyrir utan Minneapolis er Mystic Lake. Spilavíti sem indíánar eiga.
Til að auðvelda fólki að finna spilavítið voru settar friðarsúlur upp á þakið sem mynda indíánatjald.
Mér tókst að finna spilavítið með hjálp leiðsögukerfis. Lagði bílnum á bílastæðinu og tók nokkrar myndir.
Ég fór ekki inn, lagði ekkert undir og tapaði engu.
Á bakaleiðinni mundi ég orð sem ég heyrði í öðru spilavíti fyrir mörgum árum.
"því minna sem þú leggur undir því meiru tapar þú þegar þú vinnur."
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.