Mánudagur, 25. ágúst 2008
Hlaup og flugeldar
Um helgina fór hlupu nokkur þúsund manns mislangar vegalendir í Reykjavíkurmaraþoninu.
Eins og venjulega stóð ég á hliðarlínunni og fylgdist með og tók myndir.
Slökkviliðsmenn og vinir þeirra koma í mark í hálfu maraþoni.
Um kvöldið var svo menningarnæturflugeldasýningin.
Ég hjólaði á góðan stað og tók nokkrar myndir.
Ég hef kannski gert mér of miklar væntingar. Ég átti von á stærri sýningu með meiri hávaða. En sýningin var flott.
Margir ökumenn ákváðu að sýna öllum hversu vel stæðir þeir voru þrátt fyrir hátt bensínverð með því að hafa bílvélina í gangi á meðan þeir horfðu á sýninguna. Þeir þekkjast á rauðu ljósunum aftaná bílnum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.