Mánudagur, 7. júlí 2008
Gamli strætóinn
Á 17.júní sá ég þennan gamla strætisvagn.
Vagninn kom til landsins fyrir rúmum 40 árum þegar við tókum upp hægri umferð.
Strætisvagnarnir sem voru notaðir á undan hentuðu illa eftir breytingu því farþegar vildu frekar fara út á gangstétt en götu.
Þessi vagn mynnti mig á þann tíma þegar ég var að taka strætó í fyrsta skipti. Í þá daga þótti hann gamall.
Þetta var á þeim tíma sem ég skildi leiðarkerfið og bílstjórarnir voru í bláum einkennisbúningum með kaskeiti.
Á þessum tíma fór leið 4 Hagar - Sund.
Í dag fer Fjarkinn Hlemmur - Fell.
Ég lendi alltaf í stórvandræðum þegar ég þarf að taka strætó. Ég veit aldrei hvaða vagn fer hvert og hvar ég á að taka hann.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.