RFV - Hausmynd

RFV

Bjalla

Fyrstu 14 æviárin mín var annar heimilisbíllinn WV Bjalla.

Til að byrja með var ég mjög sáttur.  Það voru bjöllur á næstum öllum heimilum og ég trúði því að þetta væru bestu og flottustu bílarnir.

Undir lokin vildi ég helst vera með hauspoka þegar ég sat í bílnum og vonaði að engin sæi mig.

Allir aðrir voru komnir á nýja og nútímalega bíla með miðstöð sem hitaði bílinn á veturna og vatnskælda vél frammí.  Sumir bílar voru meir að segja með sjálfskiptingu, vökvastýri, FM útvarpstæki með kasettu og þeir allra flottustu voru með rafdrifnar rúður.

Loksins fékk ég mitt fram og það var keyptur nýr bíll.

Nokkrum árum síðar var kominn tími fyrir mig að kaupa mér minn fyrsta bíl. 

Ég leitaði lengi að bjöllu sem var í góðu ástandi en fann enga. 

Ég saknaði mikið gömlu bjöllunnar. 

IMG 1420
Bjallan á myndinni er ekki bjallan sem ég var að segja frá.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband