RFV - Hausmynd

RFV

Flatey

Ég fór með Baldri yfir Breiðafjörð á leiðinni á sjóstangaveiðimót um helgina.

Eins og venjulega var komið við í Flatey.

Ég fór ekki í land en ég horfði yfir eyjuna og skoðaði húsin þar.

Ég held að það sé búið að gera upp öll húsin í eyjunni og mála og gera fallleg.

Öll húsin nema eitt.

Húsið við bryggjuna þar sem allir ferðamennirnir koma í land er eitt það verst farna og ljótasta hús sem ég hef séð.  Samansett úr ryði, fúa og sprungum.

Ég held að það sé komin tími á að gera eitthvað við þennan hjall.

IMG 0593

Hér eru myndir af fallegum og vel hirtum húsum í Flatey.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sæll.

Ég er alveg sammála þér það þarf að laga þetta og gera fallegra því Flatey á Breiðafirði er svo svakalega falleg eyja og þar eru svo mörg falleg hús og mikið búið að gera til að bæta húsin þar(ef ég man rétt þá var þetta hús á myndinni kalla frystihúsið).

Takk fyrir að sína mér þessar myndir ég hef miklar taugar til Breiðfjarðar.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.5.2008 kl. 10:01

2 Smámynd: Hörður Agnarsson

Jú maður er búinn að eiga nokkur skref þarna í eyjunni. Reyndar er nokkuð síðan ég kom þangað síðast en það er mjög fallegt þarna. Jú það passar að húsið fremst á myndinni sé kallað frystihúsið.

Hörður Agnarsson, 27.5.2008 kl. 22:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband