Laugardagur, 21. júní 2008
Dúfnakofinn
Eitt sinn ákváðu nokkrir framtaksamir ungir menn að byggja sér dúfnakofa.
Þeir söfnuðu saman byggingarefni og hófu smíðar.
Til að forðast válind veður var ákveðið að vera frekar inni við smíðarnar og flytja svo húsið út þegar það væri tilbúið. Þess vegna komu þeir sér fyrir inni í þvottahúsi heima hjá einum þeirra.
Þegar dúfnakofinn var tilbúin gerðu drengirnir sér grein fyrir því að það var alveg sama hvernig kofinn snéri. Kofinn var alltaf stærri en þvottahúshurðin.
Þá var dúfnakofinn tekinn í sundur og aldrei settur saman aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.