Fimmtudagur, 12. júní 2008
Gaktu þá yfir
Eitt sinn heyrði ég þessa sögu um Gullfoss. Mæli samt engan vegin með að nokkur reyni að leika þetta eftir.
Á hverju sumri kom smaladrengur að sitja yfir ánum við Gullfoss. Hinumegin við ánna var smalastúlka í sömu erindagjörðum.
Hittust þau á hverju sumri og kölluðust á yfir fossinn.
Eitt sumarið kallaði smaladrengurinn yfir ánna og spurði hana hvort hún vildi giftast sér.
Svaraði hún því að ef hann vildi eiga hana yrði hann að koma yfir ánna til sín.
Gekk þá smaladrengurinn til hennar yfir ánna rétt við fossbrúnina og lifðu þau hamingjusöm það sem eftir var.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.