Miðvikudagur, 20. febrúar 2008
Gagnleg skilti
Í Aspen sá ég mörg skilti.
Þar fann ég meðal annars stað þar sem reiðhjól og hjólabretti voru bönnuð. Hvort skiltið átti við húsið, gangstéttina eða allan bæinn vissi ég ekki.
Um miðjan vetur með nokkurra metra snjóskafla allt í kring þótti mér óþarfi að láta vita af því að það gætu verið vetraraðstæður á leikvellinum. Hvað ef skiltið snjóaði í kaf? Hvernig er þá hægt að vita af vetraraðstæðunum.
Verst af öllu þótti mér að geta ekki sest niður og fengið mér að borða á þessum tröppum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.