Miðvikudagur, 12. desember 2007
Þrönga gatan
Við Köbmangergade í Kaupmannahöfn mætast stúdentagarðarnir og Sívali turninn.
Fljótlega komust menn að því að við þessa miklu umferðargötu voru húsin of nálægt hvort öðru og stífluðu þau umferðina.
Til að leysa vandamálið var ákveðið að færa Sívala turninn. Einfaldasta leiðin var sú að taka hann í sundur stein fyrir stein og raða svo saman aftur nokkrum metrum til hliðar.
Ekkert varð úr flutningnum.
Í staðin var gerður gangur inni í stúdentagarðinum til að víkka götuna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.