Mánudagur, 2. apríl 2007
Hvað er hægt að gera við Wilson Muuga?
Ég átti leið framhjá Wilson Muuga um helgina. Núna er verið að ræða hvernig eigi að taka skipið úr fjörunni, hver eigi að borga fyrir það og hvert eigi að fara með það.
Ég er helst á þeirri skoðun að það eigi að nýta skipið þar sem það er. Það væri hægt að nýta það sem hótel, veitingastað, safn eða í raun hvað sem er. Þetta gæti verið góð viðbót við ferðamannaþjónustuna á svæðinu.
Eitt er víst. Ég hef aldrei séð eins mikið af íslenskum ferðamönnum á þessu svæði áður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.