RFV - Hausmynd

RFV

Stöðumælar

Þegar kemur að málefnum miðborgarinnar virðist flest sem frá borgarstjórn kemur vera gert af góðum hug en vanhugsað. 

Nýlega voru stöðugjöld hækkuð verulega.  Eins og gefur að skilja voru kaupmenn ekkert hamingjusamir með það.  Svör borgarinnar voru á þá leið að hækkun á stöðugjöldum myndi koma kaupmönnum vel, hvort sem þeim það líkar betur eða verr. 

Sem fyrr var ekkert samráð haft við hagsmunaaðila og þeim sagt að sætta sig við orðin hlut.

Helstu rökin fyrir hækkuninni voru þau að þetta myndi verða til þess að bílar væru styttri tíma á stæðum og nýting stæðana yrði betri og fleiri kæmu til að versla.   Vissulega myndi þetta þýða að sumir myndu stöðva skemur í stæði.  Þetta mun líka verða til þess að einhverjir leggja ekki í stæði og fara þar sem bílastæði eru ókeypis.

Það hefur lengi loðað við vinstri framboðin að lausn allra mála sé að hækka gjaldskrár en gera sér ekki grein fyrir að hækkanirnar eru oftar að auka vandan.

Ég er þeirrar skoðunnar að nú sé tími til að endurhugsa algerlega bílastæðamál miðborgarinnar.

Til að auka umferð á að gera skammtímastæði gjaldfrjáls fyrsta hálftímman. 

Stór ókostur við stöðumælakerfið eins og það er í dag er þörfin fyrir smápeninga. Í dag nýta flestir rafræna greiðslumiðla og eru almennt ekki með lausan pening á sér.  Hvorki seðla né klink.  Í dag er fólk í mörgum tilfellum að hika við að stöðva í miðbænum vegna þess óhagræðis sem stöðumælar eru og fara þess í stað þar sem bílastæði eru ókeypis.

Í stað stöðumæla er kominn tími til að bílar í Reykjavík fái skífur í stíl við þær sem eru notaðar á Akureyri.  Á þann hátt er hægt að nýta stæðin betur og hraðar. 

Umfram allt er kominn tími fyrir borgarstjórnina að tala við hagsmunaaðila og finna lausn sem allir geta sæst á. 

IMG_8829

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband