RFV - Hausmynd

RFV

Á íslensku

Ég sá þetta skilti nýlega. 

Þar var kurteisileg ábending um að hafa enga bíla á götunni klukkan átta á morgunn. 

Ég hafði reyndar séð skiltið á sama stað kvöldið áður og þar stóð líka klukkan átta á morgunn.

En skiltið fékk mig til að rifja upp þegar ég var í Luxemburg fyrir mörgum árum.

Ég lagði bílnum fyrir framan hótelið og sá eitthvað skilti á Luxemburgísku sem ég skildi ekkert í og hugsaði ekkert útí.

Morguninn eftir hafði gatan breyst úr umferðargötu í götumarkað.

Ég þurfti að keyra í gegnum þvöguna milli söluborða og fólks sem leit á mig sem óþarfa aðskotahlut á annars góðum markaði.

Skildu einhverjir erlendir ferðamenn hafa skilið bílinn sinn eftir fyrir götusópurum vegna þess að þeir skildu ekki hvað stóð á skiltinu?

IMG_6553

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband