RFV - Hausmynd

RFV

Garðsláttur og farartálmar

Eftir að hafa hjólað hluta af sumrinu meðfram óhirtum óræktartúnum þar sem grasslátturinn var á forræði borgarinnar gat ég ekki annað en fagnað þegar grasið var loksins slegið og borgin gerðist snyrtileg á ný. 

Í gær var ég að hjóla eftir þeim hluta hitaveitustokkanna sem liggja frá Elliðaám að Sogavegi.  Við Sogaveginn enda stokkarnir á tröppum.  Stuttar tröppur sem ég þarf að ganga upp og leiða hjólið.

Fyrr um daginn höfðu borgarstarfsmenn verið að slá gras á svæðinu og höfðu einhverra hluta vegna fengið þá hugmynd að ekki nokkur gæti mögulega átt leið um þessa hitaveitustokka.  Efst í tröppunum var graspokum raðað annaðhvort í hugsanaleysi eða til að tryggja að enginn myndi ganga, hvorki upp né niður þessi þrep.

Þar sem ég held því fram að ég sé fótviss og í góðu formi komst ég framhjá farartálmanum.  

En ég hugsaði eitt augnablik til þeirra sem eiga erfitt með gang, þá sem ýta barnavögnum á undan sér eða hvern þann sem treysti sér ekki til að ganga upp eða niður bratta grasbrekkuna.

Það hljóta að vera til betri staðir til að geyma graspokana en þvert fyrir göngu og hjólaleið efst í brekku.

IMG_1413

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband