Miðvikudagur, 10. ágúst 2011
Frímerkjasafnarinn fyrrverandi
Einu sinni heyrði ég sögu af frímerkjasafnara.
Hann lagði alúð í safnið sitt og eyddi löngum stundum við að skoða frímerkin og koma þeim fyrir í þartilgerðum möppum.
Einn dag var hann að færa frímerkin yfir í nýjar og fínar möppur. Þetta var heitur dagur svo hann opnaði gluggan.
Allt í einu kom sterk vindkviða sem feykti frímerkjunum um allt. Sum frímerkin lenntu í fiskabúrinu, sum fuku út um gluggan og örfáum frímerkjum var hægt að bjarga.
Í dag er maðurinn jafnmikill safnari.
En til að tryggja að hann lendi ekki í sömu ógæfu aftur hefur hann fundið sér nýja hluti að safna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.