Laugardagur, 30. júlí 2011
101 - Hegningarhús
Milli bókabúðar og hanskabúðar í 101 Reykjavík er fangelsi.
Fangelsið var byggt árið 1874 og var þá staðsett fyrir utan bæinn. Þá voru raddir sem sögðu að fanglesið væri of langt út úr bænum.
Í dag 137 árum síðar er fangelsið ennþá starfandi. En í dag er það ekki langt fyrir utan bæinn. Það er í miðbænum.
Fangelsið er rekið á undanþágum og er langt frá því að uppfylla þau skilyrði sem fangelsi á að uppfylla. Það ætti ekki að vera neitt stórmál að finna skárra húsnæði sem væri hægt að reka á aðeins færri undanþágum þangað varanlegri lausn rís.
Húsið sem hýsir er fangelsið friðlýst en ég veit ekki til þess að það sé hluti af friðlýsingunni að það verði að vera fangelsi þar inni. Þó húsið hafi verið byggt sem fangelsi á 19.öld þá er ekkert sem segir að það skuli vera fangelsi á þeirri 21.
Það er fyrir lögnu kominn tími til að finna húsinu nýtt hlutverk. Húsið hefur upp á margt að bjóða.
Það er svo margt hægt að gera í húsi staðsettu á milli bókabúðar og hanskabúðar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.