RFV - Hausmynd

RFV

Gamla grillið

Í gömlum dægurlagatexta segir "Grillmatur er góður, gómsætt kjarna fóður".

Ég hef svo lengi sem ég man eftir mér verið æstur í grillaðan mat og alltaf haft grill á svölunum. 

Undanfarin 10 ár stóð gamla grillið vaktina og var alltaf reiðubúið að gera góðan mat betri. 

Grillið hafði staðið af sér sól, frost, snjókomu, regn og öskufall.

Eftir öll þessi ár var það farið að láta á sjá og ég var farinn að nota stórvirka skiptilykla til að stilla hitann. 

Svo rann upp sá tími að gamla grillið var sent í burtu og nýtt grill komið í staðinn. 

grill
Þessi mynd var tekinn rétt áður en ég skipti um brennara í grillinu.
Ef vel er skoðað má sjá kótelettur í eldinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband