Föstudagur, 6. maí 2011
Vinnustaðahrekkur
Það var eitt sinn sumarstarfsmaður sem veiddi flugu. Geitung til að vera nákvæmur.
Hann setti geitunginn í glas og blað yfir til að hann myndi ekki flögra um og valda hefðbundinni skelfingu inni í húsinu.
Eldri og reyndari starfsmaður sá til hans og sagði honum að hann ætti að fara með geitunginn inn til verslunarstjórans. "Hann hefur svo gaman af þessum flugum."
Sumarstrákurinn sá þarna got tækifæri til að koma sér í mjúkinn hjá yfirmanni. Gleðja hann með því að deila með honum sameiginlegu áhugamáli.
Strax og verslunarstjórinn sá glasið með flugunni hafði hann bara eitt að segja.
Öskra lýsir því kannski betur.
"ÚT MEÐ ÞIG"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.