Mánudagur, 7. mars 2011
Yfir lækinn
Fyrir nokkrum árum fór ég í réttir.
Það var fjölmenni í réttunum. Það mátti vart á milli sjá hvort væri meir af fé eða fólki.
Á milli þess sem kindur voru dregnar í dilka var peli dregin upp úr vasa og söngvar sungnir.
Voru menn jafnvel sóttir sérstaklega til að bæta hljóm réttanna.
Þegar einu lagi lauk hafði einn bóndinn orð á því að það hafi verið viturleg ákvörðun að sækja drenginn yfir lækinn. Því hann söng svo vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.