RFV - Hausmynd

RFV

Bookless Bungalow

Árið 1918 byggðu skoskir bræður og útgerðarmenn hús með útsýni yfir Hafnarfjarðarhöfn.  Bræðurnir hétu Harry og Douglas Bookless. 

Húsið var kennt við þá og var kallað Bookless Bungalow eða Bungalowið. 

Bókarlausu bræðurnir fóru en húsið varð eftir. 

Svo kom sá tími að ekki nokkur sá ástæðu til að halda húsinu við. 

Húsið var komið í það ástand að aðeins var um tvo möguleika að ræða.  Rífa húsið eða gera það upp.

hafnarfjordur

Sem betur fer sá fólk að þetta hafði verið glæsilegt hús og það var ekki of seint að bjarga því.  Húsið var gert upp og er í dag hluti af byggðasafni Hafnarfjarðar.

hafnarfjordur2

Það er ennþá hellingur af húsum sem bíða eftir björgun.  Það þarf ekki alltaf að byggja nýtt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband