Miðvikudagur, 14. apríl 2010
Heiti lækurinn
Ég átti leið um Nauthólsvíkina nýlega.
Þar sá ég skurð. Veggirnir hlaðnir og með reglulegu millibili var stífla.
Skurðurinn var kunnuglegur.
Ég og fleiri muna örugglega eftir honum fullum af vatni, heitu vatni.
Heitilækurinn í Nauthólsvík var lengi vel heitipottur þeirra sem ekki höfðu heitan pott heima hjá sér. Gestir Heitalækjarins voru af öllum gerðum og öllum aldri. Lækurinn var eins og heitu pottar sundlauganna nema hann var allt öðruvísi.
Einn dag var skrúfað fyrir vatnið og Heitilækurinn breyttist í Kaldaskurðinn.
Hvernig væri að skrúfa frá og gefa okkur lækinn aftur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.