Miðvikudagur, 7. apríl 2010
Húsið
Á svæðinu í kringum Borgartúnið hafa verið byggð og endurbyggð mörg hús.
Flest þeirra húsa eiga það sameiginlegt að vera stór, hafa ofvaxin bílastæði í kringum sig og hafa ekki útlitið með sér.
Eitt hús hefur sloppið.
Í jarðrinum á svæðinu er gamla Ó Johnson & Kaaber húsið.
Hús sem fjölmargir aka framhjá, sumir jafnvel daglega en sjá ekki.
Þegar ég fer framhjá sé ég eitt fallegasta hús borgarinnar.
Ef vel er hlustað þá heyrist að húsið öskrar eftir því að fá hlutverk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.