Þriðjudagur, 23. febrúar 2010
Strokkur
Um helgina fór ég með hóp af Þjóðverjum og einn Svía að skoða Gullfoss og Geysi.
Mörg í hópnum voru mjög spennt því þau höfðu aldrei áður séð goshver gjósa.
Áður en við komum á staðinn þá sagði ég hópnum að Strokkur gysi alltaf á hverjum einasta morgni á slaginu tíu.
Þá fór kliður um rútuna þangað til einn ferðamaðurinn kallaði eymdarlega aftan úr rútunni.
"Klukkan er korter yfir tíu."
Þeim létti stórlega þegar þau fengu að vita að Strokkur gysi á um tíu mínútna fresti.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.