RFV - Hausmynd

RFV

Litli geitungurinn

Á hverju sumri koma farfuglarnir frá útlöndum og geitungarnir úr búunum.

Fólk hefur misgaman að geitungum og sumir virðast ekki hafa neitt gaman að þeim.

Eitt sumarið kom ungur vinnufélagi minn inn með geitung sem hann hafði veitt fyrir utan húsið og fór stoltur með veiðina inn á skrifstofu til annars vinnufélaga. 

Eftir að hafa skoðað geitunginn benti maðurinn stráknum á að fara með geitunginn yfir á skrifstofuna við hliðina.  Sá sem þar situr hafði líka mjög gaman að geitungum.

Það var ekki fyrr en öskrin heyrðust út úr skrifstofunni að hann mundi að vinnufélagin hafði ekkert gaman að geitungum.  Hann var eiginlega dauðhræddur við þá.

IMG 7397
Geitungurinn á myndinni tengist sögunni ekki á annan hátt en að vera geitungur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband