RFV - Hausmynd

RFV

Færsluflokkur: Bloggar

Lending

Flugið hjá gæsinni endaði með lendingu.

Á vatni í þetta skipti.

gaesir

Veggmynd

Þessi mynd er á vegg við Lækjartorg.

Við ykkur sem ekki skiljið hana ekki hef ég bara eitt að segja.

Ég skil hana ekki heldur.

 

IMG_3683

Í gegn

Borgarnes er einn af þeim bæjum á Íslandi sem allir hafa komið til.

Margir stoppað í sjoppunum.

Nokkrir hafa séð þann hluta bæjarins sem ekki sést frá þjóðvegi 1.

IMG_2285

Torgið tekið

Í dag hópaðist fólk á Lækjartorg.

Þar gátu allir fengið orðið.

IMG_3675

Með sitt á þurru

Þegar þessi mynd var tekin var nokkuð augljóst að sá sem þetta skip á var með sitt á þurru.

IMG_2186

Viti

Kringum allt landið eru vitar.

Margir hverjir stórir og miklir.

Þessi viti er ekki stór.

Spurning hvort þetta sé ekki bara hálf-viti.

IMG_2106

Steypa

Borgartúnið er gata sem hafði alla kosti til að vera góð gata.

Í staðin fyrir grænt gras og mannlíf var ákveðið að einbeita sér að steypu.

Grárri steypu.

IMG_1981

Fullt

Ég ætlaði að skreppa til tunglsins en varð að snúa við.

Það var fullt.

IMG_1372

Frost

Í dag var frost.

Þá veit ég að snjórinn er væntanlegur.

Þá vil ég komast á skíði.


Þetta er ekki ég á skíðum

Haustlægð

Þær eru alltaf svo hressandi haustlægðirnar.

Vindurinn á hraðferð og regnið virðist endalaust.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband