Veiði í Hítarvatni
11. jśnķ 2006
| 31 mynd
Á hverju ári fer hópur til veiða í Hítarvatni. Í ár fórum við 7. Ég, Siggi, Himmi, Jón, Krissi, Stefán og Jói. Ég náði 6 til 7 sæti í fjölda fiska. Fiskarnir sem veiddust voru allt frá því að vera dvergvaxnir og upp í þriggja punda urriða sem nýliðin Stefán veiddi. Í ár ákváðu Krissi og Jói að hefja tilraunir með flotsæti. Er þetta sambland af vindsæng og Lazy Boy stól. Eftir tilraunir með veiðar komust þeir að því að tækið hentaði mun betur til flúðasiglinga en fiskveiða. Tilþrif ferðarinnar átti undirritaður við flúðasiglingar á flotsætinu.